Fara í efni
Mannlíf

Fögnuðu 50 ára afmæli Hrafnagilsskóla

Myndir af heimasíðu Hrafngagilsskóla

Blásið var til 50 ára afmælishátíðar Hrafnagilsskóla 16. nóvember, á Degi íslenskrar tungu. „Öllu var tjaldað til á hátíðardagskrá þar sem kynnar af unglingastigi, í íslenskum þjóðbúningum, rifjuðu upp sögur úr skólastarfinu, fóru yfir forvitnilegar staðreyndir og kynntu dagskrárliði,“ segir á heimasíðu skólans.

Bent er á þá skemmtilegu staðreynd að 30% foreldra eru fyrrverandi nemendur skólans og það sama á við um hlutfall starfsmanna, en þar er þriðjungur úr hópi fyrrverandi nemenda!

„Fjölbreytt atriði voru á dagskrá, söngur og tónlist, dans og upplestur. Afrakstur þemadaga um tímann var til sýnis um allan skóla. Í íþróttasalnum voru til sýnis þrjú líkön af skólanum frá mismunandi tímabilum sem nemendur á unglingastigi unnu. Líkönin eru af skólabyggingunni árið 1972 (þegar skólinn var formlega vígður), árið 1992 (þegar barnaskólarnir þrír voru sameinaðir unglingaskólanum) og árið 2022.“

Nánar hér á heimasíðu Hrafnagilsskóla

f