Fara í efni
Mannlíf

Flugeldasýning Súlna klukkan 20 í kvöld

Guðmundur Guðmundsson flugeldastjóri Súlna er tilbúinn í slaginn! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Björgunarsveitin Súlur verður með flugeldasýningu í kvöld klukkan 20.00 við höfuðstöðvar sínar við Hjalteyrargötu. Sýningin ætti að sjálfsögðu að sjást víða að.

Sveitin kallar þetta sölusýningu og hefur birt lista yfir það sem skotið verður á loft og í hvaða röð. Fólk ætti að átta sig vel á því hvaða litadýrð það er sem gleður augað hverju sinni og jafnvel ákveðið hvað það vill kaupa eða hvað ekki.

Þessu verður skotið upp í kvöld og í þessari röð:

  • 1. Fjallajeppi
  • 2. Vélsleði
  • 3. Fjórhjól
  • 4. Snjóbíll
  • 5. Ingólfur Arnarson
  • 6. Ólöf ríka
  • 7. Egill Skallagrímsson
  • 8. Súlur stærri
  • 9. Kaka ársins
  • 10. Víg Gunnars á Hlíðarenda
  • 11. Víg Bergþóru Skarphéðinsdóttur
  • 12. Kúluraketta 2 kúlur

Flugeldamarkaður Súlna við Hjalteyrargötu er opinn til klukkan 22.00 í kvöld, frá 10.00 til 22.00 á morgun og föstudag og frá klukkan 10.00 til 16.00 á gamlársdag.