Fara í efni
Mannlíf

„Flottasta magasín sem ég hef komið í“

Orri Páll Ormarsson einblínir í Orrablóti dagsins á verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð, sem reis í hlaðvarpanum hjá honum þar sem Orri bjó í Smárahlíð á yngri árum.

„Ekki get ég með góðri samvisku sagt að verslunarmiðstöðvar hafi leikið stórt hlutverk í mínu lífi fyrstu árin. Ég hafði að vísu komið í Glæsibæ í Reykjavík og fyrir atbeina sjónvarpsins í hinar og þessar miðstöðvar vestur í Bandaríkjunum, en þar kallaðist fyrirbrigðið Mall. Ég kannaðist við Gunna Mall á Akureyri en er samt nokkuð viss um að þetta er ekki nefnt eftir honum; sé Gunna ekki fyrir mér hanga mikið í verslunarmiðstöðvum. En þið?“ skrifar Orri Páll.

Menn voru almennt impóneraðir, segir hann og rifjar m.a. upp ummæli Bergs Lárussonar skókaupmanns í samtali við DV. „Þetta er það flottasta magasín sem ég hef komið í og hef ég þó víða farið.“

Orri Páll er blaðamaður á Morgunblaðinu. Pistlar hans fyrir Akureyri.net birtast annan hvern föstudag.

Smellið hér til að lesa pistil Orra Páls