Fjör á sumarhátíð í Hofi í gær – MYNDIR

Mikið var á döfinni í bænum í gær, sumardaginn fyrsta og fjölmargt fólk á röltinu, hjólandi, hlaupandi eða að njóta menningarviðburða. Í Hofi var sumarhátíð Barnamenningarhátíðar með ýmsum viðburðum, en þar var meðal annars tískusýning CRANZ, sem eru ungir fatahönnuðir, möguleiki á því að prófa búninga og leikmuni frá Leikfélagi Akureyrar, listasmiðja með Jonnu og Bildu og margt fleira.
Blaðamaður skellti sér í bæjarferð og tók myndir á Sumarhátíðinni í Hofi.
Í Hofi var meðal annars hægt að prófa leikmuni og búninga frá Leikfélagi Akureyrar.
Ágúst og Kristín Sóley, starfsfólk í Hofi, voru í sólskinsskapi.
Ungu fatahönnuðirnir Helgi Hrafn Magnússon og Kjartan Gestur Guðmundsson í CRANZ sýndu fötin sem þeir eru búnir að búa til og hanna úr endurunnum flíkum.
Jonna listakona var hress á listasmiðjunni.
Krakkarnir bjuggu til þessa fallegu fugla undir leiðsögn Jonnu og Bildu.
Það lifnaði aldeilis yfir hópnum þegar meistararnir í Far fest Afríka og Afríka-Lole stigu á svið.