Fara í efni
Mannlíf

Fjallavíðir – lágvaxinn og harðgerður runni

Til skamms tíma uxu aðeins þær fjórar víðitegundir villtar á landinu sem talið að hafi verið hér allt frá landnámi. Á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga hefur verið fjallað um smjörlauf, Salix herbacea, gulvíði, S. phylisifolia og loðvíði, S. lanata. Nú er komið að þeirri fjórðu: Sigurður Arnarson fjallar í nýjum Tré vikunnar-pistli um fjallavíði, S. arctica. Að auki er hér að finna einn pistil um íslenskan víði, svona almennt.
 

Sigurður kveðst nota nokkrar heimildir, „þar á meðal er grein sem Jóhann Pálsson skrifaði árið 1997. Það var hann sem fyrstur manna notaði nafnið fjallavíðir. Jóhann var ráðinn forstöðumaður Lystigarðsins á Akureyri 1978 og varð garðyrkjustjóri Reykjavíkur árið 1985.  Jóhann lést þann 3. mars síðastliðinn á 92. aldursári. Blessuð sé minning hans.“

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar