Fermingarstúlkur og bjútíboxin!
Séra Hildur Eir Bolladóttir segir margt hafa breyst frá því hún fermdist; næstum allt raunar, nema spurningin sem var borin upp við altarið í Hóladómkirkju þann 7.júní árið 1992. „Vilt þú hafa Jesú Krist að leiðtoga lífs þíns?“
„Þegar ég fermdist fyrir sléttum þrjátíu árum voru ekki til neinir samfélagsmiðlar, ekkert Facebook, Instagram, Tik tok eða Snapchat. Þá voru heldur ekki til snjallsímar eða yfirhöfuð farsímar nema bara svona risastórir bílasímar sem að þóttu mikið tækniundurm“ segir Hildur Eir pistli dagsins hér á Akureyri.net.
„Þegar ég fermdist var mjög vinsælt að gefa bjútíbox í fermingargjöf, það voru svona kassalaga töskur með lyklalás undir förðunardót og andlitskrem þannig að allar fermingarstúlkur litu út eins og litlir læknar á leið í húsvitjun þar sem þær gengu um með þessar undarlegu snyrtitöskur,“ segir Hildur Eir.
Smellið hér til að lesta pistil Hildar Eirar.