Mannlíf
Fenjaviður – þá var Ísland rangnefni
07.06.2023 kl. 10:30
Elstu steingervingar á Íslandi eru 15 milljón ára gamlir. Þeir geyma leifar af löngu horfinni flóru sem óx við allt annað loftslag en nú er á landinu. Þar á meðal er tegund sem kallast fenjaviður eða Glyptostrobus. Sigurður Arnarson fjallar að þessu sinni um fyrirbærið í pistlinum Tré vikunnar.
„Nú vex ein tegund ættkvíslarinnar í heiminum. Hún finnst í fenjum, í mýrum, flæðilöndum og öðrum blautum stöðum í suðausturhluta Kína og í norður Tailandi þar sem meðalhiti hlýjustu mánaðanna er yfir 22°C,“ skrifar Sigurður.
Smellið hér til að lesa pistilinn.