Fara í efni
Mannlíf

Farþegar hentust til inni í blikkboxinu

Á sjöunda áratugnum voru bifreiðar jafn hastar og vegir landsins voru ósléttir. Það merkti að farþegar hentust til inni í blikkboxinu – og því meira gekk á sem greiðar var ekið um bugðótta slóðana, sem voru að mestu einbreiðir, þótt stundum væri gert ráð fyrir að bílar mættust, en þá var það líka sérstaklega tekið fram með umferðarskilti þar sem á stóð bókstafurinn M.

Þannig hefst 37. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Mestu vandræðin voru þó púnkteríangarnar. Enginn venjulegur hjólbarði þoldi allt þetta áreiti oddhvassra steinvala sem stóðu eins og stríðsmenn upp úr malarveginum, þess albúnir að stinga gat á blessaðan belginn undir bílnum.

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis.