Fara í efni
Mannlíf

Falsfréttir á kreik og lýðskrumarar blómstra

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir fjallar um skautun – enska: Social polarization – í nýjum pistli í röðinni Fræðsla til forvarna.  Árnastofnun skilgreinir skautun sem skiptingu samfélagsins (eða hóps) í tvær fylkingar sem aðhyllast algjörlega andstæð sjónarmið eða gildi.

„Í skautun verður ekki bara grasið grænna hinum megin heldur víkur uppbyggileg gagnrýni fyrir ásökunum. Samræður fyrir deilum. Samkennd fyrir sundurlyndi. Samvinna fyrir stríði,“ segir Ólafur í pistlinum. „Við slíkar aðstæður fara falsfréttir á kreik og lýðskrumarar blómstra. Ofurskautun í samfélaginu hefur slæm áhrif á lýðræðisleg vinnubrögð og veldur klofningi og stríðandi fylkingum.“

Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs