Mannlíf
Falleg þjóðhátíð á Akureyri - MYNDIR
18.06.2021 kl. 14:00

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Akureyringar fögnuðu þjóðhátíðardeginum með nokkuð hefðbundnum hætti í gær, en þó ekki. Vegna samkomutakmarkana var til dæmis engin dagskrá á Ráðhústorgi, hvorki um miðjan dag né um kvöldið, en þess í stað ágætlega heppnuð hátíðarsamkoma í Lystigarðinum. Lúðrasveit Akureyrar og skátar úr Klakki fóru fyrir skrúðgöngu frá Hamarkotstúni í Lystigarðinn, Blómabíllinn ók um bæinn og brautskráning nýstúdenta frá MA var í Íþróttahöllinni að vanda og þeir settu fallegan svip á daginn. Eftir kuldakast undanfarið kom svo þægilega á óvart að veðrið var prýðilegt, öllum til töluverðrar gleði.