Fara í efni
Mannlíf

Eyrarrokk lengi lifi – húrra, húrra, húrra!

Langi Seli og Skuggarnir á Eyrarrokki um helgina. Ljósmynd: Ágúst Halldórsson

„Ég ætla rétt að vona að þessi frábæra hátíð sem kallast Eyrarrokk sé búin að festa sig í sessi sem árleg rokkhátíð hér á Akureyri,“ segir Ólafur Torfason meðal annars í pistli sem birtist á Akureyri.net. Þar segir Óli frá nefndir hátíð, sem haldin var á Verkstæðinu við Strandgötu í annað sinn um helgina.

„Það er ekki oft sem manni gefst tækifæri til að rífa fram gömlu góðu leðurbuxurnar, hermannaklossana og smella sér í geggjaða hljómsveitarbolinn sinn,“ segir Óli í skemmtilegum pistli. „Ég segi margfalt húrra fyrir aðstandenum hátíðarinnar og öllum sem að henni komu!“

Smellið hér til að lesa pistil Ólafs og sjá skemmtilegar myndir sem Ágúst Halldórsson tók á hátíðinni.