Fara í efni
Mannlíf

Er stafrænt eilíft líf góð hugmynd?

Magnús Smári Magnússon kemur víða við í 11. pistlinum um gervigreind sem Akureyri.net birtir í dag.

  • Gervigreind er ekki vísun í eitthvað eitt heldur fjölda ólíkra tæknilausna. Ef einhver ætlar að leysa fyrir þig verkefni með gervigreind, spurðu þá „hvernig gervigreind?“
  • Spunagreind fyrir þekkingargreinar er eins og rafhjól fyrir hjólasendla.
  • Notkunarmöguleikar spunagreindar áður en komið er að mörkum siðferðislegra álitamála eða persónuverndar eru nær óþrjótandi.
  • Nauðsynlegt er að setja strangar reglur um gagnsæi um notkun spunagreindar í opinberri þjónustu. Grundvallaratriði er að skylda opinbera til að upplýsa um alla notkun spunagreindar í stjórnsýslu, laga- og reglusetningu, eða hvaða málefni sem hefur áhrif á hagsmuni samfélagsins eða borgaranna.
  • Það er ekki til nein undravél sem getur greint með nægilegri nákvæmni hvort texti hafi verið skrifaður af manneskju eða spunagreind. Hugbúnaður sem er auglýstur og seldur sem slíkur er að gefa loforð sem tæknilega er ómögulegt að framkvæma.
  • Áhyggjur menntakerfisins eru óþarfar!
  • Tækni hefur fært með sér ótrúlegar framfarir sem flestar hafa stuðlað að jákvæðri þróun mannkyns. En við stöndum líka frammi fyrir myrkari hliðum, eins og áhrifum samfélagsmiðla, sem við eigum enn í erfiðleikum með að glíma við.
  • Í síðustu viku var kynnt tækni, einhvers konar eilíft stafrænt líf. Mér þykir tilhugsununin óþægileg, þetta vekur upp fjölmörg álitamál sem við munum þurfa að glíma við á komandi misserum.

Smellið hér til að lesa pistil Magnúsar Smára