Mannlíf
Er sá hæfasti ekki líklegastur til að lifa af?
11.08.2023 kl. 11:40
Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir fjallar um það sem hann kallar samfélagsgæsku – á ensku er talað um Social kindness – í nýjum pistli í röðinni Fræðsla til forvarna á Akureyri.net.
„Við höfum lært af þróunarkenningu Darwins að sá hæfasti sé líklegastur til að lifa af (survival of the fittest) og stundum er gefið í skyn að val náttúrunnar eða genaflutningur milli kynslóðanna greiði götu þeirra sterkustu eða frekustu. Margir fræðimenn eru löngu farnir að efast um þetta, ekki síst vegna rannsókna á manngildum (virtues) og þroska heilans (neuronal plasticity),“ skrifar hann meðal annars.
Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs