Fara í efni
Mannlíf

Arsenaldrottningin við Aðalstræti

Sigfríð Ingólfsdóttir, Arsenaldrottning Íslands, eins og hún var kölluð á RÚV í gærkvöldi. Skjáskot af RÚV.

Fáni enska knattspyrnufélagsins Arsenal blaktir gjarnan við Aðalstræti 5 á Akureyri og hefur gert í fjöldamörg ár en fljótlega kann að verða breyting þar á. Sigfríð Ingólfsdóttir, Arsenal drotting Íslands eins og hún var kölluð í Kastljósi RÚV í gærkvöldi, auglýsti Arsenal-íbúð sína nefnilega til sölu á dögunum.

Af þessu tilefni tók Óðinn Svan Óðinsson fréttamaður RÚV hús á Siffu, eins og hún er kölluð, og var stórskemmtileg umfjöllun hans sýnd í Kastljósinu í gærkvöldi.

Sjón er sögu ríkari. Smellið hér til að sjá umfjöllunina um Sigfríði

Sigfríð og Óðinn Svan Óðinsson í Kastljósinu í gærkvöldi. Skjáskot af RÚV.