Fara í efni
Mannlíf

Enginn ósnortinn á tónleikunum – MYNDIR

Birna Kristmundsdóttir og Víðir Örn Ómarsson á styrktarónleikunum. Ljósmyndir: Chloé Ophelia.

Styrktartónleikarnir Lífið er núna, sem fram fóru á fimmtudag í síðustu viku á Verkstæðinu við Strandgötu, voru sérstaklega vel heppnaðir að sögn Tinnu Gunnar Bjarnadóttur. Hún er ein þeirra sem skipulagði tónleikana, sem voru til styrktar Birnu Kristmunsdóttur og Víði Erni Ómarssyni en Birna, sem er aðeins 33 ára, hefur greinst með krabbamein í þrígang.

Þetta var „töfrandi stund“ segir Tinna Gunnur, tónleikarnir voru vel sóttir „og held ég geti fullyrt að hver einn og einasti hafi verið snortinn af orkunni í salnum og um þá áminningu hvað lífið getur verið fallegt.“

Images by Ophelia kom og tók þessar mögnuðu myndir af kvöldinu og fangaði andann stórkostlega,“ segir Tinna Gunnur á Facebook, vísar þar til ljósmyndarans Chloé Ophelia og þakkar henni fyrir ómetanlegt framlag.

Það var tónlistarmaðurinn Einar Höllu Guðmundsson sem átti hugmyndina að tónleikunum til styrktar vinum sínum, Birnu og Víði, og var einn þeirra sem lék og söng. 

Smellið hér til að sjá allar myndir Imgages by Ophelia frá tónleikunum.