Fara í efni
Mannlíf

Enginn friður í boði í búrglugganum

Jón frændi státaði af langtum betri bardagamönnum en til voru í vopnabúri okkar bræðranna á Syðri-Brekkunni. Því við Gunni bróðir áttum bara tindáta. Móðurbróðurinn hafði aftur á móti gegnheila blýdáta í fórum sínum ... 

Þannig hefst 33. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Ég man enn þá hvað ég handlék þá af mikilli virðingu niðri í Gilsbakkavegi ef mér hlotnaðist sá heiður að snerta þá, en þeir voru geymdir í skókassa undir rúmi, og teknir því aðeins fram ef tími gafst til að stilla þeim upp í heiðursröð, segir Sigmundur.

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis.