Fara í efni
Mannlíf

Engin ein orsök skýrir fjölgun hnífaárása

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir segir árásir með hnífa að vopni hafa hræðilegar afleiðingar og vekja ótta.
 
„Því miður virðast slíkar árásir vera að aukast á Íslandi eins og í þeim nágrannalöndum sem við berum okkur saman við. Engin ein orsök er til skýringa, ekki einu sinni aukinn skjátími, en þegar leitað er skýringa með vísindalegum hætti og kannaðir möguleikar á úrbótum þá er það flókið verkefni,“ segir Ólafur Þór í nýjum pistli í röðinni Fræðsla til forvarna sem Akureyri.net birtir reglulega.
 
Ólafur fjallar um helstu áhættuþætti og þekkta forvarnarþætti. Hann segir síðan:
 

„Lausnin er ekki einstaklingsmiðuð því öflugustu forvarnirnar eru það ekki. Þær ættu að beinast að samfélagsgerðinni og sérstaklega bættum hag og félagslegum aðstæðum barnafjölskyldna og unglinga.“

Smellið hér til að lesa pistils Ólafs Þórs