Mannlíf
Engan sakaði þegar vinnuvél valt í Gilinu
29.10.2024 kl. 12:40
Myndir: Skapti Hallgrímsson
Betur fór en á horfðist þegar vinnuvél valt af stalli við hlið kirkjutrappanna og niður á götuna, Kaupvangsstræti, laust fyrir hádegi; vélin fór langt út í götuna eins og sjá má á myndinni. Stjórnanda vélarinnar sakaði ekki og mikil mildi er að enginn var á ferli í Gilinu, akandi eða gangandi.
Vinnuvélin, skotbómulyftari að sögn starfsmanna á vettvangi, var að flytja efni að svæðinu við tröppurnar – eins og gert hefur verið margoft undanfarið. Svo virðist sem jarðvegur hafi gefið sig þannig að hún sporðreistist og valt aftur á bak; „prjónaði“ eins og einn sjónvarvotta orðaði það við blaðamann, og skall niður á götuna.
Örin bendir á staðinn þar sem vinnuvélin var þegar óhappað átti sér stað.