Mannlíf
Embla Björk vann Sturtuhausinn í VMA
12.11.2021 kl. 10:15
Emlba Björk Hróadóttir á sviðinu í gærkvöldi. Ljósmynd: Hilmar Friðjónsson.
Embla Björk Hróadóttir vann Sturtuhausinn, söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri, sem fram fór í Gryfjunni í gærkvöldi. Hún flutti lagið A Million Dreams úr kvikmyndinni Greatest Showman. Í öðru sæti var Brynja Rán Eiðsdóttir og Krista Þöll Snæbjörnsdóttir í því þriðja. Kynnir kvöldsins var Ívar Helgason og hljómsveitarstjóri var Guðjón Jónsson.
Auk Guðjóns skipuðu hljómsveitina: Bjarmi Friðgeirsson - gítar, Halldór Birgir Eydal - gítar, Árdís Eva Ármannsdóttir - hljómborð, Agnar Sigurðsson – trommur og Elmar Atli Aðalbjarnarson - bassi.
Dómarar voru: Margrét Árnadóttir, Andrea Gylfadóttir og Magni Ásgeirsson.
Nánar hér á vef VMA.