Fara í efni
Mannlíf

Ella frænka – óvæntur glaðningur inn á heimilið

Ella frænka kom stundum að sunnan með öðruvísi mat og annan þann varning en við norðanfólkið höfðum vanist í fásinninu. Hún var yngsta barnið í systkinahópi pabba af Ströndum norður, og eina stelpan, svo það var nokkuð látið með hana þegar hún kom í heimsókn, alla þessa leið að nyrstu byggðum Ísafoldar.

Þannig hefst 62. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

En ég man hvað best ein jólin sem hún dvaldi í húsum okkar á Syðri-Brekkunni, en hún var einsömul, ógift og barnlaus um það leyti ævinnar, og í tilviki okkar krakkanna var það eins og óvæntur glaðningur að fá hana inn á heimilið, svo ferskur andvari sem hún var að sunnan, eilíflega blíð og brosandi.

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis