Mannlíf
Eldhúspólitík, launin lágu, toddí og bixímatur
12.01.2025 kl. 10:10
Einar Jónsson henti engu að yfirlögðu ráði. Naglar voru réttir og öllu timburkyns haldið til haga. Erfðum við flíkur hver af öðrum og skófatnað bræðurnir en mamma bætti og stoppaði.
Þannig hefst kafli dagsins úr Eyrarpúkanum, bóks Jóhanns Árelíuzar. Akureyri.net birtir einn kafla úr bókinni á hverjum sunnudegi.
Var ég fljótur að fóta mig í holi og garði og þótti frekur til fjárins með augun mömmu og upplitið. Sigmundur eldri og slægari og bar meira úr býtum hjá pabba sem mundi hann sofandi í sykurkassa bláeygan og þægan.
Pistill dagsins: Bixímatur