Fara í efni
Mannlíf

Ekki áhugi á Ungfrú Ísland á Norðurlandi

Sóldís Vala Ívarsdóttir var krýnd Ungfrú Ísland 2024 en ný ungfrú verður krýnd í Gamla bíó þann 3. apríl. Mynd: missuniverseiceland.com

Alls taka 20 stúlkur þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland (Miss Universal Iceland) sem fram fer í Reykjavík þann 3. apríl. Athygli vekur að í ár er enginn keppandi frá Akureyri og raunar enginn frá Norðurlandi.

Akureyri.net lék forvitni á að vita hvort það hefði enginn álitlegur þátttakandi fundist í landshlutanum. Manúela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri keppninnar gaf eftirfarandi svar þegar hún var innt eftir skýringu: „Það er einföld ástæða fyrir því - það sótti engin um frá Akureyri eða Norðurlandi. Við auglýsum bara á samfélagsmiðlum og höfum alltaf gert - og stundum fáum við mikið af umsóknum frá stúlkum utan af landi og stundum ekki.“ 

Árið 2024 tók Kolbrún Bjarkey Matthíasdóttir þátt í keppninni sem fulltrúi Akureyrar.