Fara í efni
Mannlíf

Eitt reisulegasta timburhús bæjarins

Arnór Bliki Hallmundsson fjallar í nýjasta pistli sínum í flokknum Hús vikunnar um Hafnarstræti 88, Gamla bankann, eins og það er stundum kallað. Friðrik Kristjánsson, eigandi hússins, opnaði þar útibú Íslandsbanka árið 1904 og var það starfrækt þar allt til 1930 þegar bankinn var lagður niður. „Enn þjónaði húsið sem banki, því Útvegsbankinn kom sér fyrir í Hafnarstræti 88 og mun hafa verið þar til ársins 1939,“ segir Arnór Bliki.

Hafnarstræti 88 er eitt af stærstu og reisulegustu timburhúsum bæjarins, segir Arnór Bliki, „skraut í anda sveitserstíls gefur húsinu skemmtilegan svip og er húsið auk þess í mjög góðri hirðu. Húsið er að sjálfsögðu aldursfriðað, þar sem það er byggt fyrir árið 1923. Í Húsakönnun 2012 fær húsið umsögnina: „Húsið hefur verið endurbyggt af myndarskap. Það fer mjög vel í umhverfinu og setur svip á bæjarmyndina. Hlutföll eru falleg og frágangur allur vandaður.“ Greinarhöfundur tekur svo sannarlega undir hvert þessara orða.“

Smellið hér til að pistil Arnórs Blika