Fara í efni
Mannlíf

Eitt kraftaverkanna sem geðlæknir sér í starfi

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir fjallar um feikmni í nýjum pistli sem Akureyri.net birtir í dag. Þetta er 22. pistill Ólafs Þórs í röðinni Fræðsla til forvarna.

„Feimni er eitt af dularfullum fyrirbærum mennskunnar, tilfinning sem hefur áhrif á líðan og hegðun, mótuð af menningu og uppeldi en einnig bundin í erfðir,“ segir Ólafur.

Hann segir að öll geti orðið feimin, oftast sé hún mest í bersnku en mildist með aldri og félagslegri þjálfun. „Ef feimnin er sterk eða verulega truflandi er hún oftast flokkuð sem félagsfælni og meðferðarmöguleikar eru margir og horfur mjög góðar. Ég hef sjálfur séð ungt fólk sem varla getur tjáð sig af feimni og hefur nánast þagað öll unglingsárin en opnar sig skyndilega og talar og tjáir sig og blómstrar á skömmum tíma. En það er bara eitt af mörgum kraftaverkum sem geðlæknirinn fær að sjá í starfi sínu.“

Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs.