Fara í efni
Mannlíf

Eins sjálfsagt að lesa bók og draga andann

Ég ólst upp við bóklestur. Náttborð foreldra minna svignuðu undan bókum – og gera enn. Um tíma var ég sannfærður um að þau væru í keppni um það hvort gæti lesið fleiri bækur á sem skemmstum tíma.

Þannig hefst Orrablót dagsins þar sem Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, heldur áfram að rifja upp æskuárin á Akureyri. Í dag fjallar hann um þann dásamlega stað, Amtsbókasafnið.

Hann segir: Frá fyrstu tíð áttaði ég mig fyrir vikið á því að bóklestur væri eins sjálfsagður og að draga andann. Og ef eitthvað var, mikilvægari fyrir innyflin.

Talsvert var keypt af bókum á heimilið en það dugði vitaskuld hvergi nærri til. Þá kom Amtsbókasafnið á Akureyri í góðar þarfir. Þetta glæsilega glerhýsi við Brekkugötuna sem virtist eins og höll þegar maður nálgaðist það.

Orrablót dagsins: Tók stigann í ólöglega fáum stökkum