Einar Ingi Einarsson fyrrverandi sjómaður

JÓLADAGATAL AKUREYRI.NET
14. desember – Einar Ingi Einarsson, fyrrverandi sjómaður
Jólin á sjónum þegar ég var 16 ára
Ég byrjaði ungur til sjós, var á 14. ári þegar ég fór minn fyrsta túr til sjós á Kaldbak EA 1. En 16 ára var ég fyrst úti á sjó um jól. Það var erfið ákvörðun, en það sem heillaði var að það átti að sigla með aflann og selja í Grimsby um áramótin.
Þá var gefið tveggja tíma frí frá störfunum um borð og áhöfnin borðaði saman hátíðarmat.
Á aðfangadag leitaði hugurinn til fjölskyldunnar sem ég saknaði mikið þennan dag. Það myndaðist svo reyndar smá jólastemming þegar leið á daginn, því ef ég man rétt, þá var gefið tveggja tíma frí frá störfunum um borð og áhöfnin borðaði saman hátíðarmat.
Síðan var haldið til vinnu á ný. Ég minnist þess hvað mér fundust þessi jól stutt.