Mannlíf
Ein með öllu – hvað er á dagskrá í dag?
03.08.2024 kl. 09:00
Mömmur og möffins í Lystigarðinum á síðasta ári. Nú verður þessi skemmtilegi viðburður á Ráðhústorgi; í dag á milli klukkan 14 og 16. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu hófst á Akureyri í gær og lýkur annað kvöld með sparitónleikum á flötinni neðan við Samkomuhúsið og flugeldasýningu í kjölfarið.
DAGSKRÁIN Í DAG, LAUGARDAG
Miðbærinn
- 10:00 - 15:00 Útigrill á Vamos
Ivan Vujcic og Goran koma sér fyrir á torginu og heilgrilla skokk fyrir gesti og gangandi - 12:00 - 17:00 Dýravinir mæta og kynna það helsta frá þeim, gefið verður smakk fyrir dýrin og lukkuhjól verður á staðnum þar sem ýmsir vinningar verða í boði.
- 13:00 - Markaðsstemning Það verður markaðsstemning á torginu þar sem hægt verður að gera góð kaup á alls kyns munum.
- 14:00 til 16:00 - Mömmu og möffins „Við ætlum að hittast og eiga notalega stund á Ráðhústorginu með ljúffengum möffins, kökum og tónlist. Öll innkoma viðburðarins rennur líkt og áður til Fæðingadeildarinnar á Akureyri. Tökum með okkur teppi og góða skapið,“ segir í tilkynningu. Tekið er fram að posi verður á staðnum; sem sagt, hægt verður að greiða með korti.
- 14:30 Klói kemur og heimsækir Mömmur og möffins. Hann ætlar að gleðja krakkana með kókómjólk og fleiru.
- 15:00 - N1 Krakkaveisla á torginu Meðlimir Hvolpasveitarinnar koma til að dansa og skemmta sér með börnunum. Í framhaldi af því verður slegið upp krakka balli á torginu í boði N1 þar sem Kata Vignis stjórnar danshreyfingum og heldur uppi fjörinu.
- 14:00 - Útisvæði Sykurverks Húlladúllan verður á útisvæði Sykurverks, skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna í boði Sykurverks. Sannkölluð sirkusstemning og mikið húllafjör!
- 17:00 - Útisvæði Múlabergs Páll Óskar mun trylla líðinn á útisvæði Múlabergs. Slegið verður upp sviði við inngang Múlabergs og Hótel KEA þar sem Páll Óskar mun sjá til þess að halda uppi svakalegri stemningu.
- 20:00 - 22:00 - Vamos Risatónleikar fyrir utan Vamos við Ráðhústorg! Bríet, Birnir, Aron Can og norðlenska hljómsveitin 7.9.13 stíga á svið og halda uppi stemningunni allt kvöldið! Tónleikarnir eru ókeypis.
Leikhúsflötin
- 12:00 til miðnættis Tvö tívolí.
MA túnið - fyrir ofan Lystigarðinn
- 12:00 - Leikhópurinn Lotta sýnir Bangsímon á Ein með öllu á Akureyri í sumar! Sýningin hefst kl 12:00 á MA túninu ofan við Lystigarðinn.
Hægt er að kaupa miða á staðnum og fyrirfram á tix.is
Í KVÖLD
- 20:30 - LYST - Lystigarðinum Birkir Blær heldur tónleika þar sem hann mun flytja blöndu af nýju og gömlu efni ásamt vel völdum ábreiðum. Miðaverð: 4000. Miðasala: https://lyst.is/vidburdir/birkir-blaer-a-lyst/
- 22:00 - Skógarböðin - Bríet X - Miðasala á https://www.forestlagoon.is/
- Græni Hatturinn - Stjórnin
- Sjallinn - Birnir - Bríet - Aron Can - Páll Óskar
- Götubarinn - Opið frá 16:00-03:30