Fara í efni
Mannlíf

Ein með öllu – hvað er á dagskrá í dag?

Mikill fjöldi fólks sækir jafnan Sparitónleika á flötinni neðan við Samkomuhúsið á sunnudagskvöldi um verslunarmannahelgi. Þeir eru á dagskrá í kvöld.

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu hófst á Akureyri á föstudaginn og lýkur um miðnætti í kvöld með flugeldasýningu að loknum Sparitónleikum á flötinni neðan við Samkomuhúsið.

DAGSKRÁIN Í DAG, SUNNUDAG

Kjarnaskógur

  • 13:00 Skógardagur Skógræktarfélags Eyfirðinga
    Haldinn í boði Nettó á Birkivelli þar sem Húlladúlla mun koma fram og ganga á milli þátttakenda og nálgast hvern og einn þeirra á þeirra getustigi. Hún er með skemmtileg og töff húllatrix fyrir alla, bæði lengra komin og fyrir byrjendur, segir í tilkynningu.

    Á staðnum verður ísvagn frá Ísbúð Akureyrar, Nettó mun bjóða fría ávexti um allt svæðið, sápukúluvélar verða í gangi og tónlist mun óma um svæðið þar sem spari spari tónleikar fara fram á Birkivelli. Þar kemur fram Birkibandið og spilar tónlist fyrir gesti og gangandi.

    Boðið verður upp á sveppafræðslu með Guðríði Gyðu, kveikt verður á báli og poppað popp og foreldrar geta bragðað á ketilkaffi.

    Þá verður sögustund með Hrönn frá Amtsbókasafninu, boðið verður upp á tálgun með Sólveigu Svarfdælingi og keðjusögunar útskurður með Mates.

    Klukkan 14.00 verður Húlladúlla með húllafjör á Kirsuberjaflötinni (hjá hoppubelgnum) og sápukúlur munu prýða svæðið.


Bílaklúbbur Akureyrar

Kvartmíla – Íslandsmót í spyrnu; spyrna er keppni í að ná stysta tíma á beinni braut af ákveðinni lengd og eru yfirleitt tvö keppnistæki ræst hlið við hlið.

  • 12:00 Tímatökur hefjast
  • 13:30 Tímatökum lýkur
  • 14:00 Keppni hefst

Leikhúsflötin

  • 12:00 - 23:30 Opið í tívólí

Ráðhústorg

  • 13:00 – 18:00 Markaðsstemning á torginu
    Varningur af ýmsu tagi verður til sölu á Ráðhústorgi.

Glerártorg

  • 13:00 - 15:00 Gefins Candyfloss

Leikhúsflötin

  • 20:00 Stóru Sparitónleikarnir
    Haldnir á flötinni neðan við Samkomuhúsið. Kynnir verður Kata Vignis og fram koma Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Aron Can, Birkir Blær og fleiri.
  • Miðnætti Flugeldasýning

Græni hatturinn

Vamos
Nýjasta viðbótin, Vamos Grande, verður opinn frá kl 23:00 á efri hæðinni, þar er dansað frameftir nóttu.

Sjallinn

Miðhætti Herra Hnetusmjör - Frikki Dór - Aron Can
Miðasala á tix.is https://tix.is/is/event/15863/fri-rik-dor-herra-hnetusmjor-aron-can-i-sjallanum-/

Götubarinn
Miðnætti - Þröstur Ingva mætir á miðnætti og heldur uppi stuðinu fyrir gesti götubarsins fram eftir nóttu