Mannlíf
Ein með öllu – hvað er á dagskrá í dag?
05.08.2023 kl. 06:01
Grillað var á Ráðhústorgi í gær, þegar myndin var tekin, og grillmeistarar bregða heilum skrokki aftur á grillið í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu hófst á Akureyri í gær og lýkur um miðnætti annað kvöld með flugeldasýningu að loknum Sparitónleikum á flötinni neðan við Samkomuhúsið.
DAGSKRÁIN Í DAG, LAUGARDAG
Ráðhústorg
- 10:00 - 15:00 Grillað á torginu
Ivan Vujcic kemur sér fyrir á torginu og heilgrillar skrokk fyrir gesti og gangandi
- 13:00 – 18:00 Markaðsstemning á torginu
Varningur af ýmsu tagi verður til sölu á Ráðhústorgi.
Bílaklúbbur Akureyrar
Kvartmíla – Íslandsmót í spyrnu; spyrna er keppni í að ná stysta tíma á beinni braut af ákveðinni lengd og eru yfirleitt tvö keppnistæki ræst hlið við hlið.
- 12:00 Tímatökur hefjast
- 13:30 Tímatökum lýkur
- 14:00 Keppni hefst
Útisvæði Sykurverks
- 14:00 Húlladúlla í boði Sykurverks
Húllahopp fyrir utan Sykurverk með sirkusstemningu fyrir alla fjölskylduna. Kökur og kræsingar í boði Sykurverks.
Leikhúsflötin
- 12:00 - 23:30 Opið verður í tívolí alla helgina
Glerártorg
- 13:00 - 15:00 Gefins candyfloss
- 14:00 - 14:30 Leikhópurinn Lotta sýnir brot af því besta
- 14:45 Brekkubræður spila fyrir gesti og gangandi
- 15:00 Hæfileikakeppni unga fólksins - Skráning fer fram á glerartorg@glerartorg.is eða á staðnum.
Keppt er í tveimur aldursflokkum, 8 - 12 ára og 13 - 16 ára. - 16:30 Jón Arnór og Baldur taka nokkur lög
Lystigarðurinn
- 12:00 Leikhópurinn Lotta
Leikhópurinn Lotta sýnir fjölskyldusýninguna Gylitrutt á MA túninu fyrir ofan Lystigarðinn. Gilitrutt er sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman. Frítt fyrir 2ja ára og yngri. Miðasala á tix.is og á staðnum.
- 14:00 Mömmur og möffins
- 14:30 Útiskemmtun í Lystigarðinum
Akureyri er okkar
Tónleikar í veitinga- og kaffihúsum hér og þar um bæinn
- 16:00 - 17:00 - Vamos: Eik Haralds og DJ Azpect
- 17:00 - 18:00 - Centrum kitchen&bar: DJ Ívar Kárason
- 16:00 - 18:00 - Múlaberg: DJ Lil Sunset
- 20:30 - 22:00 - LYST í Lystigarðinum - Páll Óskar, Anton Líni og Villi Vandræðaskáld
- 21:00 - 23:00 - Strikið restaurant: Ársæll Gabríel
- 23:00 - 00:00 - Skógarböðin: Emmsjé Gauti og Atli
Græni hatturinn
- 21:00 Jónas Sig og hljómsveit; Ómar Guðjónsson, Arnar Þór Gíslason og Finnsson.
Miðasala á graenihatturinn.is
Sjallinn
- 23:00 Páll Óskar & Emmsjé Gauti
Miðasala á tix.is
Vamos
Nýjasta viðbótin, Vamos Grande, verður opin frá kl 23:00 á efri hæðinni, þar er dansað frameftir nóttu.