Fara í efni
Mannlíf

Eigum við að fagna fjölbreytileikanum?

„Margir frasar hafa tröllriðið íslensku samfélagi undanfarin ár,“ segir Stefán Þór Sæmundsson í upphafi níunda pistilsins þar sem þeir Aðalsteinn Öfgar velta vöngum um eitt og annað.

Einn þessara frasa er „fögnum fjölbreytileikanum“ segir Stefán Þór, „og virkar að sumra mati sem lofgjörð til þess að flytja mismunandi kynþætti til Íslands, fá fulltrúa sem flestra trúarbragða og umfram allt lofa og prísa alls konar kynhneigð, menningarstrauma, lífsviðhorf og skoðanir þannig að hér myndist eins konar suðupottur fjölmenningar og það sem áður kallaðist íslensk menning, þjóðerniskennd og lopapeysulýðræði þurrkist jafnvel endanlega út. Margir eru á báðum áttum en vinur minn, Aðalsteinn Öfgar, er ekki par hrifinn af þessari þróun og kennir oftast óskilgreindu „góða fólki“ um flest sem bjátar á.“

Smellið hér til að lesa pistil Stefáns Þórs