Fara í efni
Mannlíf

Ég hata fólksbílinn ... alls ekki

Evrópska samgönguvikan

„Svo virðist sem margir telji að baráttan fyrir bættum innviðum fyrir aðra samgöngumáta en fólksbílinn sé drifin áfram af hatri á fólksbílnum. Það er auðvitað ekki rétt,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, í pistli sem hann skrifar í tilefni Evrópskrar samgönguviku sem hófst í dag.

Umræðan má alls ekki vera á þeim nótum að í samfélaginu búi tveir hópar, segir Guðmundur; annar sem elskar fólksbíla og hinn sem hatar þá. Uppbygging innviða fyrir auknar hjólreiðar geri einmitt þeim sem þurfa eða kjósa að nota fólksbílinn miklu léttara að ferðast um bæinn.

„Breyttar ferðavenjur eru ekki aðför að einkabílnum. Þær eru frekar umhverfis-, heilsu-, öryggis- og jafnréttismál.“

Smellið hér til að lesa pistil Guðmundar Hauks.