Fara í efni
Mannlíf

Eftirminnilegar tónlistarveislur

Helena Eyjólfsdóttir, heiðursgestur afmælistónleika Félags eldri borgara, Saga Jónsdóttir og félagar í Karlakór Akureyrar - Geysi á sviðinu í Hofi í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Mögnuð tónlistarhelgi er að baki í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Í gær átti hljómsveitin Hvanndalsbræður sviðið þegar haldið var upp á 20 ára afmæli  sveitarinnar með tvennum tónleikum og í dag var svo 40 ára afmæli Félags eldri borgara á Akureyri fagnað - einnig með tvennum tónleikum. Húsfyllir var í öll skiptin!

Fleiri myndir frá báðum viðburðum verða birtar hér á Akureyri.net á morgun.

Þremenningarnir úr hljómsveitinni Bravó sem stigu á svið í Hofi í kvöld, Kristján Guðmundsson, Sævar Benediktsson og Gunnar Ringsted. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Hvanndalsbræðurnir Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson og Valmar Väljaots í Hofi á laugardagskvöld. Ljósmynd: Linda Ólafsdóttir.

Sumarliði Hvanndalsbróðir Helgason í fullu fjöri. Ljósmynd: Linda Ólafsdóttir.