Fara í efni
Mannlíf

Eftir þann fund var ég orðinn KA-maður

Ég er fæddur Þórsari. Um það er engum blöðum að fletta. Ég get að vísu ekki borið nein vísindaleg gögn á borð fyrir ykkur því til staðfestingar en mér nægir tilfinningin og hjartað.

Þannig hefst 22. föstudagspistill Orra Páls Ormarssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, fyrir Akureyri.net. „Maradona lyklaborðsins“ fer á kostum sem fyrr; nú segir hann frá þeirri ámælisverð[u] hótfyndni af hálfu almættisins að planta mér niður í Heiðarlundi, götu sem liggur að KA-vellinum, þegar ég flutti til Akureyrar frá Reykjavík ásamt foreldrum mínum fjögurra ára gamall.

Þarna var hann ekki búinn að uppgötva sinn innri Þórsara en fór samt, þvert á spár helstu veðbanka, að halda með Þór þarna í Heiðarlundinum. En svo byrjaði Orri Páll í núll bekk í Lundarskóla og lenti í bekk með tómum KA-mönnum, skiljanlega! Bekkjarbræðurnir efndu strax til neyðarfundar ...

Smellið hér til að lesa pistil Orra Páls