„Ef það kæmi nú fram stjórnmálamaður ... “
„Ef það kæmi nú fram stjórnmálamaður sem segði okkur að við þyrftum að draga saman, minnka kröfurnar, leggja meira á okkur, engar töfralausnir væru til en hvert okkar þyrfti að láta um sig muna með sínum hætti og framlög allra væru mikilvæg ...“
Svavar Alfreð Jónsson fjallar um stjórnmál og kosningar í áhugaverðum pistli í dag.
Hann heldur áfram: „... við þyrftum að fara vel með peningana okkar, mættum ekki lifa um efni fram og þyrftum að tryggja að sameiginlegir sjóðir okkar nýttust þeim sem í mestri þörf væru, slíkur stjórnmálamaður fengi sennilega dræmar undirtektir því við kjósum þau sem segjast kunna ódýrustu lausnirnar og gerum mestu orðhákana með innantómustu frasana og einföldustu heimsmyndina að leiðtogum okkar.“
Smellið hér til að lesa pistil Svavars Alfreðs