Fara í efni
Mannlíf

Dóri þakkar fyrir að vera „réttu megin við ánna“

Dóri K með nýtt lag - „Réttu megin við ánna“ - Mynd: skjáskot

Þórsarinn og athafnamaðurinn Halldór Kristinn Harðarson, betur þekktur sem Dóri K og undir listamannsnafninu KÁ-AKÁ, gaf út nýtt lag í dag, 3. maí. Lagið ber heitið „Réttu megin við ánna“ og sennilega kemur það fáum á óvart að lagið fjallar um uppeldisíþróttafélag Halldórs, Þór Akureyri. Áður gaf Dóri út lagið „Þorpið mitt“, sem hefur á nokkrum árum orðið eitt helsta baráttulag Þórsara. 

Meginstefið í nýja laginu er þakklæti til foreldra fyrir að hafa alið hann upp réttu megin við ána, og endurekin lína í laginu er líka „Römm er sú taug,“ en þá gerum við ráð fyrir að það sé taugin sem tengir Dóra við Þorpið. 

HÉR má hlusta á nýja lagið á Spotify