Fara í efni
Mannlíf

Dauft hjá KA og tap heima fyrir Vestra

Vestramenn fögnuðu að vonum innilega þegar Jeppe Gertsen skoraði enda fyrsta mark liðsins í Bestu deildinni. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA tapaði 1:0 fyrir Vestra á heimavelli í dag í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, Bestu deildinni.

Jeppe Gertsen gerði eina markið þegar komið var í uppbótartíma – fyrsta mark Vestra í deildinni og stigin þrjú, uppskera dagsins, eru þau fyrstu sem liðið fær.

KA-menn sitja hins vegar eftir með sárt ennið og aðeins eitt stig af níu mögulegum eftir þrjá leiki, alla á heimavelli. Það er að sjálfsögðu áhyggjuefni, ekki síður að frammistaðan í dag var ekki góð og úrslitin í raun ekki ósanngjörn.

Nánar síðar í dag