Dagbókin – „Friðurinn heltekur mig alltaf“
„Það er sama hvað ég kem hingað oft,“ sagði fararstjórinn. „Friðurinn heltekur mig alltaf.“
Fjórði hluti Drekadagbókar Rakelar Hinriksdóttur birtist á Akureyri.net í dag. Hún var skálavörður um tíma í sumar í Drekagili, við Öskju, og í dagbókinni er að finna hugleiðingar, frásagnir og myndefni frá dvöl Rakelar þar.
Ég spurði hann hvort að það væri orðið hversdagslegt, að koma hingað uppeftir.
Þá sagði hann þetta, um friðinn. Sama hvað hafði gengið á með hópinn, hossurnar, blaðrið á öllum heimsins tungumálum og glamrið í útvarpinu á leiðinni, þá helltist friðurinn yfir hann þegar komið var á áfangastað. Þögnin. Engin náttúruhljóð, nema þá ef vindur sé. Engir fuglar. Allt fótatak mannfólks er gripið af tóminu og berst ekki til eyrna. Og fólk talar lítið sem ekkert.
Smellið hér til að lesa pistil dagsins