Bryggjan – Saga úr Innbænum IV
Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, heldur áfram að rifja upp lífið í Innbænum þegar hann var strákur.
„Það var mikið ævintýri fyrir okkur krakkana að standa á Höepfnersbryggjunni á kvöldin með veiðistangir og moka upp þorski. Ég segi moka upp, því á vorkvöldum þegar loðnan gekk inn fjörðinn fylgdi þorskurinn eftir feitur og fallegur og við lönduðum heilu kippunum,“ segir Ólafur m.a. í grein dagsins, þeirri fjórðu í röðinni.
Hann rifjar upp kynni af körlunum í Tunnuverksmiðjunni, „sem var alveg sérstakur ævintýraheimur á bak við rykuga gluggana.“ Stærstur og sterkastur var Ragnar sem raðaði tunnunum í að manni fannst óendalega háa stafla, segir Ólafur. „Ég man eftir Ágústi pabba Ása ljósmyndara sem var svo kvikur og hress og blístraði listavel eins og fugl.“
Smellið hér til að lesa grein Ólafs.