Mannlíf
Broddgreni í reitum Skógræktarfélagsins
20.11.2024 kl. 12:00
Á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar voru ýmsar trjátegundir reyndar á Íslandi. Eins og vænta mátti reyndust sumar tegundir vel, en aðrar síður. Ein af þeim tegundum sem þá var dálítið ræktuð kallast broddgreni eða Picea pungens Engelm. og er ættuð úr Klettafjöllum Norður-Ameríku.
Sigurður Arnarson fjallar um broddgreni í nýjasta pistli í röðinni Tré vikunnar, en broddgreni er í nokkrum reitum Skógræktarfélagsins og þar setja trén svip á umhverfi sitt.
Smellið hér til að lesa pistil dagsins.