Broddfura hefur vaxið á Grund í nærri hálfa öld
Upphaf skipulagðrar skógræktar á Norðurlandi má rekja til aldamótaársins 1900. Það ár hófst skógrækt í afgirtum reit á Grund í Eyjafirði. Ári áður hófst skipulögð skógrækt á Suðurlandi þegar plantað var í furulundinn á Þingvöllum. Mörg þeirra trjáa sem plantað var á Grund standa enn og ýmsu hefur verið bætt við. Í seinni hópnum eru broddfurur, Pinus aristata. Sigurður Arnarson fjallar um þær í pistli vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga.
„Það sem helst fær okkur til að leiða hugann sérstaklega að þessum furum er einkum tvennt. Í fyrsta lagi er sú staðreynd að á Grund virðist vera kominn upp sníkjusveppur sem skaðað getur fururnar verulega. Hitt atriðið er að fururnar hafa sáð sér út á staðnum. Það vekur upp spurningar um náttúruval og hvort næsta kynslóð kunni að standa sig enn betur en sú fyrri.“
Smellið hér til að lesa meira