Fara í efni
Mannlíf

Brekkugata 3 – stórt og stórbrotið hús

Brekkugata 3 er vafalítið eitt af stærstu timburhúsum Akureyrar en það er alls fjórar hæðir og stendur á norðvesturhorni Ráðhústorgs. Við norðurenda hússins fer Brekkugatan að halla uppá við. Fá hús hefur verið byggt við jafn oft og Brekkugötu 3, en húsið hefur verið stækkað á flestalla kanta, til þriggja átta og upp á við.

Svo segir Arnór Bliki Hallmundsson í nýjum pistli í röðinni Hús dagsins.

Húsið hefur hýst ýmsa verslunar-, veitinga-, og iðnaðarstarfsemi, allt frá því þar var klæðskerastofa Þjóðverjans Heinrich Bebensee sem fluttist til Akureyrar árið 1901 og byggði húsið skömmu eftir það.

Brekkugata 3 er stórt, stórbrotið og reisulegt hús, segir Arnór Bliki, og setur mikinn svip á Ráðhústorgið í hjarta bæjarins.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika