Mannlíf
Streyma jólatónleikum brasshóps lýðveldisins
18.12.2020 kl. 13:15
Brasshópur lýðveldisins heldur hátíðlega jólatónleika í Akureyrarkirkju á sunnudaginn kl. 16. Vegna samkomutakmarkana verða ekki áhorfendur í kirkjunni en tónleikunum verður streymt á Facebook síðu Akureyrarkirkju. Brasshóp lýðveldisins skipa, frá vinstri: Þorkell Ásgeir Jóhannsson básúnuleikari, Vilhjálmur Ingi Sigurðarson sem leikur á trompet, Helgi Þorbjörn Svavarsson túbuleikari, Kjartan Ólafsson hornleikari og Sóley Björk Einarsdóttir trompetleikari.
Brasshópur lýðveldisins var stofnaður á Þingvöllum árið 2018 í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Hópurinn lék á Jónsmessuhátíð í Akureyrkirkju í sumar og voru þeir tónleikar, eins og þeir um helgina, styrktir af Menningarsjóði Akureyrarbæjar.