Borð og stólar upp kirkjutröppurnar

Ég útskrifaðist sem kennari frá Kennaraskóla Íslands þegar ég var tvítug en hins vegar var það í skátastarfinu, sem ég lærði að kenna. Það er önnur saga. Hvað sem öðru líður þá stefndi ég strax á að gerast kennari á Akureyri, þar sem ég hafði unnið sumarið 1964. Ég sá Akureyri í ljósrauðum bjarma. Við Sigrún vinkona mín pökkuðum dótinu okkar og pöntuðum far norður með flutningabíl. Ég átti nefnilega skrifborð, rúm, borðstofuborð og sex stóla.
Með þessum orðum hefst skemmtilegur pistill Kristínar Aðalsteinsdóttur sem Akureyri.net birtir í dag.
Búslóðinni var hlaðið í flutningabílinn og við Sigrún settumst fram í hjá bílstjóranum. Þegar komið var á Blönduós hitti bílstjórinn vini sína, aðra bílstjóra og þeir fóru á fyllerí. Við Sigrún vorum sannarlega eins og illa gerðir hlutir, þarna á gömlu hóteli. Við sváfum um nóttina í óhreinu herbergi með úlpurnar okkar yfir okkur, engan mat að fá eða önnur þægindi. En næsta dag komum við til Akureyrar.
Kristín er fyrrverandi prófessor við Háskólann á Akureyri. Pistlar hennar birtast á Akureyri.net annan hvern föstudag.
- Pistill dagsins: Borð og stólar upp kirkjutröppurnar