Fara í efni
Mannlíf

Bærinn iði af mannlífi, fólk gangi og hjóli

Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, hefur oft hvatt til þess að fólk dragi úr akstri bíla en hjóli og gangi meira. „Af einhverjum ástæðum, því miður, velja flestir enn að fara allra sinna ferða innanbæjar á bíl,“ segir Guðmundur í pistli dagsins. 

Hann segist ekki vera að tala um bíllausan lífsstíl, bara að bíllinn sé ekki alltaf notaður, við allar aðstæður. „Staðan á Akureyri í dag er þannig að hér hafa aldrei verið fleiri bílar og aldrei verið meira svifryk. Mér finnst það ekki heillandi. Ég vil ekki búa í bílabæ og mig grunar að það séu fleiri íbúar en ég sem vilja draga úr og helst snúa þessari þróun við.“

Pistill Guðmundar