Mannlíf
Aukaæfingin skapar meistarann!
20.12.2021 kl. 09:46
Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Félagar í björgunarsveitinni Súlum á Akureyri, eins og annarra björgunarsveita landsins, eru til taks hvenær sem er þegar eitthvað bjátar á. Fullgildir félagar í Súlum eru um 200 og innan sveitarinnar starfandi sex flokkar sem halda sér við með ýmsu móti, til dæmis í fjölmennum æfingum á landsvísu en mun oftar í smærri hópum. Akureyri.net rakst á dögunum á nokkra úr útilífsflokki Súlna á æfingu, á björgunaræfingu við kletta í grennd við Háskólann á Akureyri.