Mannlíf
Auglýst eftir ungmennum fyrir vinabæjamót
16.05.2023 kl. 10:34
Mynd af Akureyi.is samsett úr myndum frá fyrri vinabæjamótum.
Akureyrarbær hefur framlengt umsóknarfrest fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára til að sækja um að vera með í NOVU, norrænu vinabæjamóti sem haldið verður á Akureyri 26. júní til 1. júlí í sumar. Á vinabæjamótinu koma saman ungmenni frá Ålesund í Noregi, Randers í Danmörku, Lahti í Finnlandi og Västerås í Svíþjóð ásamt okkar fólki.
Þátttakendum gefst tækifæri til að kynnast ungu fólki frá hinum Norðurlöndunum. Unnið verður í smiðjum að fjölbreytilegum verkefnu og farið í skoðunar- og fræðsluferðir.
Nánar í frétt á vef Akureyrarbæjar:
Skráning er í þjónustugáttinni á vef bæjarins og er umsóknarfrestur til föstudagsins 19. maí.