Mannlíf
Ein með öllu kvödd með mikilli litadýrð
07.08.2023 kl. 01:00
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu lauk í kvöld með svokölluðum Sparitónleikum á flötinni neðan við Samkomuhúsið. Mjög fjölmennt var á svæðinu og góð stemning á meðan tónlistarfólk skemmti hátíðargestum, tívólí var einnig í gangi á svæðinu og á miðnætti var hátíðin kvödd formlega með glæsilegri flugeldasýningu.
Þeir sem sátu inni í tívólí-kúlunni á myndinni, kúlu sem fest var í teygju og skaust upp og niður með miklum látum, hafa að öllum líkindum séð flugeldasýninguna afar vel!
Myndin að neðan birtist áðan á Facebook síðu Akureyrarflugvallar. Sjónin af norðurenda flugbrautarinnar var sem sagt ekkert slor í góða veðrinu á miðnætti.
Fjölbreytt myndasyrpa frá helginni verður birt síðar