Mannlíf
Arnór Bliki skrifar um „Steinöld“
08.01.2023 kl. 13:20
Arnór Bliki Hallmundsson fjallar í nýjum pistli í röðinni Hús dagsins um elsta steinsteypuhús á Akureyri að því talið er.
„Syðsta húsið við vestanverða Hríseyjargötu lætur kannski ekki mikið yfir sér, fremur en gatan yfirleitt, sem er skipuð lágreistum og snotrum húsum. En eftir því sem greinarhöfundur kemst næst, er hér um að ræða elsta steinsteypuhús Akureyrar. Fyrsta steinsteypta hús landsins mun vera íbúðarhúsið að Sveinatungu í Borgarfirði, byggt 1895. Hið steinsteypta hús við Hríseyjargötu 1 er aðeins átta árum yngra. Það er byggt 1903 og á því 120 ára stórafmæli á hinu nýhafna ári,“ skrifar Arnór Bliki.
Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika.