Fara í efni
Mannlíf

Arnór Bliki: hús dagsins er Norðurgata 2

Við Norðurgötu má finna mörg einstök og sérstæð hús. Syðst við götuna er Norðurgata 2, lágreist, snoturt og einstaklega skrautlegt hús, sem skartar steinskífu. Klæðning þessi minnir svolítið á fiskhreistur og gefur húsinu sérstakan, einkennandi svip. Í einhverri sögugöngu um Oddeyri hafði einn þátttakandinn á orði, að þetta minnti sig á pönnukökur, hús nornarinnar í sögunni um Hans og Grétu nefnt í því samhengi.

Syðstu lóð Norðurgötu austan megin, eða „þvergötunnar út Oddeyri“ eins og hún kallaðist þá, fékk Þorvaldur Guðnason árið 1890 og leyfi til að reisa þar skúr. Byggingaleyfi fyrir Þorvald var sameiginlegt með Ólafi Árnasyni og Jóni Jónatanssyni, sem reistu næsta hús norðan við, Norðurgötu 4 og kemur fram í byggingaleyfinu, að þeir reisi hús sín í sameiningu. Sjá má á framhlið og stærðarhlutföllum, að húsin tvö eru nokkuð greinilega sama hönnun, enda þótt síðari tíma breytingar geri þau í raun gjörólík hvort öðru. 

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika.