Arnór Bliki fjallar um bæinn Syðri-Varðgjá
Syðri-Varðgjá er til umfjöllunar í nýjasta pistli Arnórs Blika Hallmundssonar í röðinni Hús vikunnar. Það er eitt fimm steinhúsa, sem reist voru sumarið 1920, í hreppunum framan Akureyrar og var húsið reist eftir teikningu Sveinbjarnar Jónssonar.
Pistill Arnórs Blika hefst með þessum orðum:
Í hlíðum Vaðlaheiðar, gegnt Akureyri, má sjá gróskumikinn Vaðlareit, Skógarböðin auk blómlegra byggða. Áður var þar margt stórbýlið en eftir því sem þeim hefur fækkað hefur sumarhúsum, heilsárshúsum og íbúðarhúsum að sama skapi fjölgað. Svæði þetta markar ysta hluta Eyjafjarðarsveitar, áður Öngulsstaðahrepps, sem og syðsta hluta Svalbarðsstrandarhrepps. Þarna eru líka sýslumörk Eyjafjarðar- og S-Þingeyjarsýslu, enda þótt sýslurnar séu aflagðar sem stjórnsýslueiningar. Um 700 metrum sunnan við þessi sveitarfélagamörk stendur bærinn Syðri-Varðgjá, nokkuð hátt í aflíðandi brekku ofan Veigastaðavegar.
Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika